Páll Erlingsson, kennari í Grunnskóla Grindavíkur, er ósáttur við hvernig fór fyrir grunnskólastarfi Grindavíkurbæjar og að öllum kennurum hafi verið sagt upp á einu bretti. Hann segir kennara hafa verið reiða og að bærinn hafi misst mikinn mannauð með þessari ákvörðun
Páll er vongóður um að bærinn byggist aftur upp. Hér er hann með syni sínum.
Páll er vongóður um að bærinn byggist aftur upp. Hér er hann með syni sínum.

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Páll Erlingsson, kennari í Grunnskóla Grindavíkur, er ósáttur við hvernig fór fyrir grunnskólastarfi Grindavíkurbæjar og að öllum kennurum hafi verið sagt upp á einu bretti. Hann segir kennara hafa verið reiða og að bærinn hafi misst mikinn mannauð með þessari ákvörðun.

Páll er búinn að starfa sem kennari í 35 ár og á því rétt á biðlaunum í ár. Hann kveðst þó einn af örfáum kennurum í skólanum sem eigi rétt á slíku. Margir kennarar sem enn séu að jafna sig á áfallinu geti ekki tekið sér svo langt frí og þurfi einfaldlega að fara þetta á hnefanum.

„Ég sagði sjálfur að það væri glapræði að leggja af skólastarf. Ég skildi að það yrðu uppsagnir, en að leggja af skólastarf í heilu bæjarfélagi, þarna snerist þetta bara

...