Olía Taylor Sheridan, höfundur Yellowstone og tengdra þátta, heldur áfram að færa sig upp á skaftið. Í Landman fer hann með okkur út á olíuakrana í Texas, þar sem aðalsöguhetjurnar, olíubarón og krísustjórnandi hjá olíufyrirtæki, eiga óuppgerðar sakir. Harðsnúið lið fer með helstu hlutverk: Billy Bob Thornton, Jon Hamm, Andy Garcia, Demi Moore og Ali Larter. Landman kemur inn á Paramount+ 18. nóvember.