Guðný Siggeirsdóttir fæddist 20. júlí 1960. Hún lést 27. október 2024.
Útför hennar fór fram 8. nóvember 2024.
Við viljum með nokkrum orðum kveðja Guðnýju Siggeirsdóttur sem lést fyrir aldur fram eftir snörp veikindi.
Haustið 1983 mætti hópur ungra kvenna á Kópavogshælið til að hefja skólagöngu í Þroskaþjálfaskóla Íslands. Það er óhætt að segja að skólagangan hafi verið sérstök lífsreynsla og margt sem gekk á en allar vorum við staðráðnar í að tileinka okkur allt það sem til þyrfti til þjónustu við fatlað fólk.
Guðný var ráðsett kona og hagsýn húsmóðir þegar hún settist á skólabekk, orðin móðir og ók á eigin bíl. Mikil búkona enda ættuð úr sunnlenskri sveit. Hún hafði margt fram að færa til margra okkar hinna sem bjuggu yfir minni og þrengri lífsreynslu.
...