Snorri Markússon fæddist 4. janúar 1961 á Akureyri. Hann lést 16. október 2024 á Landspítalanum í Fossvogi.

Foreldrar Snorra voru Freygerður Erla Svavarsdóttir, f. 18.6. 1935, d. 24.3. 2019, og Markús Alexandersson, f. 1.7. 1934. Systkini Snorra samfeðra eru: Anna Sigríður, f. 23.3. 1959, Ellert, f. 1.12. 1960, Guðmundur Ingi, f. 10.11. 1969, Bjarki, f. 19.3. 1975, og Margrét A., f. 19.4. 1983.

Snorri gekk að eiga Khan Markússon, f. 9.12. 1973, í Taílandi árið 2004.

Snorri ólst upp fyrstu árin á Akureyri hjá ömmu sinni og afa áður en hann fluttist til móður sinnar í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum árið 1986. Hann starfaði á ýmsum stöðum, m.a. í Tívolíinu í Hveragerði, á hrossabúinu Ármóti og síðast hjá

...