Björk Söngsýning til heiðurs henni verður haldin 9. og 10. nóvember.
Björk Söngsýning til heiðurs henni verður haldin 9. og 10. nóvember. — Morgunblaðið/Kristinn

Það stendur mikið til hjá nem­endum við Menntaskólann í tónlist nú í nóvember. Söngsýning til heiðurs Björk Guðmundsdóttur verður haldin af ryþmísku deildinni 9. og 10. nóvember kl. 20 í hátíðarsal að Rauðagerði 27 og 9. nóvember verða haldnir kammertónleikar strengjasveitar og brasshóps. Er það klassíska deildin í skólanum sem stendur fyrir þeim í Neskirkju. Þann 12. nóvember verður boðið upp á klassíska tónlistarveislu í Norræna húsinu kl. 19 og þann 15. nóvember verða píanótónleikar með fjórhentum verkum haldnir í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ kl. 18. Þar munu 24 píanónemendur flytja öll verkin í lagaflokki G. Bizet: Jeux d'enfants Op. 22. Söngtónleikar rytmískrar deildar, uppskerutónleikar söngvinnubúða MÍT, fara fram 19. nóvember kl. 20 í hátíðarsal að Rauðagerði 27 og kammertónleikar flautukórs, gítarhóps og klarinettukórs verða svo haldnir 23. nóvember kl. 13 í Háteigskirkju.