Jón Ívar Einarsson
Nú þegar kosningar fara í hönd er við hæfi að skilgreina aðgerðir sem geta bætt heilbrigðisþjónustu og leitt af sér betri nýtingu á almannafé. Áttavitinn á alltaf að vera hagsmunir notenda þjónustunnar en ekki kerfisins sem veitir hana. Það er að mörgu að huga en nokkur mál eru meira aðkallandi en önnur.
Bætum aðbúnað aldraðra
Þegar ég var læknanemi fyrir 30 árum var hinn svokallaði fráflæðisvandi sjúkrahúsa þegar til staðar og fárveikt fólk lá á göngum, í geymslurýmum og salernum háskólasjúkrahússins. Svo er enn í dag. Við getum betur, svo miklu betur. Byggjum hraðar hjúkrunarheimili til að koma veikum eldri borgurum í öruggt skjól. Bætum heimaþjónustu og styðjum við fjölbreytt búsetuúrræði og þjónustu við aldraða. Það er ekki bara réttlátt heldur líka þjóðhagslega hagkvæmt. Hér eiga hagsmunir sjúklinga
...