Ari fróði segir í Íslendingabók: „En hvatki er missagt í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur, er sannara reynist.“
Ægir Geirdal Gíslason
Ægir Geirdal Gíslason

Ægir Geirdal Gíslason

Íslendingabók minnist ekkert á Naddoð víking, Garðarr Svavarsson eða Hrafna-Flóka. Landnáma gerir það aftur á móti og virðist það undarlegt, svo ekki sé meira sagt, hversu misjafnt þeir lýsa landgæðum. Naddoður víkingur og félagar lofuðu landið mjög. Hið sama gerir Garðarr Svavarsson en Hrafna-Flóki lét illa yfir landinu. Herjólfur skipsfélagi hans sagði kost og löst á landinu en Þórólfur skipsfélagi þeirra kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu! Það er í raun illskiljanlegt, hvað Hrafna-Flóki hefur haft á móti landinu. Dvölin í Vatnsfirði hlýtur að hafa verið alveg einstaklega góð. Breiðafjörður fullur af veiðiskap og það segir manni að það hafi ekki bara verið af fiski, heldur líka af sel og fugli. Það er ekkert tíundað um aðrar athafnir en að þeir hafi gleymt sér við veiðar og allt kvikfé þeirra hafi drepist um veturinn. Ekkert minnst á húsakost, sem menn hljóta að

...