Met Símon Elías Statkevicius kátur við bakkann í gær eftir að hann varð fyrsti Íslendingurinn til að synda 50 metra skiðsund á undir 22 sekúndum.
Met Símon Elías Statkevicius kátur við bakkann í gær eftir að hann varð fyrsti Íslendingurinn til að synda 50 metra skiðsund á undir 22 sekúndum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fimm Íslandsmet litu dagsins ljós á fyrsta kvöldi Íslandsmótsins í 25 metra laug í sundi í Ásvallalaug í gær. Símon Elías Statkevicius sló 15 ára gamalt Íslandsmet Más Árna Árnasonar í 50 metra skriðsundi er hann synti á 21,93 sekúndum. Hann tryggði sér í leiðinni sæti í greininni á HM í Búdapest í desember.

Birnir Freyr Hálfdánarson sló 17 ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 100 metra flugsundi en hann kom í mark á 52,51 sekúndu. Met Arnar var 52,53 sekúndur. Birnir er aðeins 18 ára gamall.

Hin þrjú Íslandsmetin komu í boðsundi. Sveit SH sló 14 ára gamalt Íslandsmet í 4x200 metra skriðsundi kvenna. Sveitin synti á 8:14,55 mínútum.

SH sló 17 ára Íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi karla með tímanum 1:38,70 mínútum.

...