„Við stóðum í útidyrunum og horfðum á dóttur okkar keyra inn götuna, sem gekk í bylgjum. Bíllinn hoppaði á henni. Aftan við okkur glamraði allt, gler hrundi og brotnaði og þetta var skelfileg upplifun,“ segir Hjörtur Gíslason blaðamaður, …
Hjörtur og Helga keyptu íbúð í Hafnarfirði en vilja aftur til Grindavíkur.
Hjörtur og Helga keyptu íbúð í Hafnarfirði en vilja aftur til Grindavíkur. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Við stóðum í útidyrunum og horfðum á dóttur okkar keyra inn götuna, sem gekk í bylgjum. Bíllinn hoppaði á henni. Aftan við okkur glamraði allt, gler hrundi og brotnaði og þetta var skelfileg upplifun,“ segir Hjörtur Gíslason blaðamaður, sem ásamt fjölskyldu sinni flúði Grindavík föstudaginn 10. nóvember 2023 þegar kvikugangur myndaðist undir byggð með tilheyrandi látum. Hjörtur og Helga Þórarinsdóttir kona hans ræða atburðina í Grindavík, eftirmál þeirra og framtíðina.

Vissu ekki hvert þau ætluðu

Hjörtur lýsir deginum sem hryllilegum. Þau hafi verið orðin vön jarðskjálftum en ekki slíkum látum sem hófust um tvö- eða þrjúleytið þann dag. Þau höfðu samráð við dætur sínar og son og öll ákváðu þau að fara. Þau vissu ekki hvert þau ætluðu, gripu með

...