Sýning á verkum Páls Sigurðssonar, prófessors emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið opnuð í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Þar sýnir Páll meðal annars landslagsmyndir.
Sýningarrýmið í Seltjarnarneskirkju hefur verið kallað Veggur og var opnað á síðasta ári. Sóknarpresturinn sr. Bjarni Þór Bjarnason segir að sýningum þar hafi verið vel tekið og fengur sé að sýningu Páls.
„Já, það er skemmtilegt að vera með minnsta gallerí landsins á einum vegg. Vanalega sýna listamenn 2-4 myndir hérna en Páll átti svo margar myndir að hann sýnir á fleiri veggjum. Þetta er áhugaverð sýning. Páll er mjög drátthagur og menn tóku fljótt eftir hæfileikum hans á Sauðárkróki þar sem hann ólst upp.“
Líflegt menningarstarf er nú í Seltjarnarneskirkju. Auk
...