— Morgunblaðið/Eyþór

Á morgun, 10. nóvember, er eitt ár liðið frá því að nær fordæmalaus jarðskjálftahrina reið yfir Grindavík, byggingar og vegir stórskemmdust og bærinn var rýmdur.

Grindvíkingar eru margir hverjir ekki enn búnir að finna sér fastan stað í veröldinni eftir hamfarirnar. Þó hafa einhverjir snúið aftur til bæjarins og vilja hvergi vera nema þar.

Sveinn Özer fæddist 15. nóvember og verður bráðum ársgamall. „Eins og allir er maður bara enn þá að melta þetta og við erum í raun bara enn að meta næstu skref,“ segir faðir hans, Guðjón Sveinsson, sem flúði bæinn ásamt eiginkonu sinni Ayçu Eriskin og þúsundum annarra Grindvíkinga. Ítarlega er fjallað um aðdraganda þessa dags og atburðarásina auk þess sem rætt er við Grindvíkinga í blaðinu í dag. » 2, 31 og sérblaðið 10. nóvember