Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers er í lykilhlutverki hjá toppliði OH Leuven í efstu deild Belgíu en hún hefur skorað þrjú mörk í sjö deildarleikjum á tímabilinu. Þá var hún markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð með 23 mörk í 27 leikjum
Belgía Diljá Ýr Zomers á að baki 18 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað tvö mörk en frammistaða hennar í Belgíu skilaði henni sæti í landsliðinu.
Belgía Diljá Ýr Zomers á að baki 18 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað tvö mörk en frammistaða hennar í Belgíu skilaði henni sæti í landsliðinu. — Morgunblaðið/Eggert

Belgía

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers er í lykilhlutverki hjá toppliði OH Leuven í efstu deild Belgíu en hún hefur skorað þrjú mörk í sjö deildarleikjum á tímabilinu. Þá var hún markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð með 23 mörk í 27 leikjum.

OH Leuven trónir á toppi deildarinnar með 19 stig eftir fyrstu átta umferðirnar en liðið er með þriggja stiga forskot á Anderlecht sem er í öðru sætinu með 16 stig.

Diljá gekk til liðs við belgíska félagið síðasta sumar og er á sínu öðru tímabili í Belgíu en frammistaða hennar þar í landi hefur orðið til þess að hún er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu.

„Þetta er allt að smella

...