Vika íslenskunnar í Eddu hefst á mánudag og nær hápunkti með opnun handritasýningarinnar Heimur í orðum laugardaginn 16. nóvember. „Mánudag 11. nóvember verða fyrstu miðaldahandritin flutt úr öryggisgeymslu í Árnagarði yfir í öryggisgeymslu í Eddu,“ segir í tilkynningu

Vika íslenskunnar í Eddu hefst á mánudag og nær hápunkti með opnun handritasýningarinnar Heimur í orðum laugardaginn
16. nóvember.

„Mánudag 11. nóvember verða fyrstu miðaldahandritin flutt úr öryggisgeymslu í Árnagarði yfir í öryggisgeymslu í Eddu,“ segir í tilkynningu. Þriðjudaginn 12. nóvember verður því fagnað í Eddu kl. 17 að „höfuðhandrit eddukvæðanna, GKS 2365 4to, Konungsbók, frá um 1270, [verði] aðgengilegt í nýrri röð rafrænna textaútgáfna, Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafns í Kaupmannahöfn.“

Miðvikudaginn 13. nóvember býður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum upp á Árna Magnússonar fyrirlestur í Eddu kl. 16, en fyrirlesari í ár er Peter Stokes rannsóknarprófessor. Fyrirlestur hans, sem fluttur verður á ensku, nefnist „Nýjar aðferðir og spurningar í tengslum við stafrænar handritarannsóknir“. Föstudaginn 15. nóvember

...