Óstöðugt land er yfirskrift sýningar Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur í vestursal Gerðarsafns. Stærsta verkið á sýningunni er vídeóinnsetning sem ber þennan sama titil, Óstöðugt land.
Sýningin byggist á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær tóku viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust til Surtseyjar á árunum 1966-2022 með fjölbreytt markmið og ólíkan tilgang. Þess má geta að 14. nóvember 2023, á 60 ára gosafmæli Surtseyjar, kom út bókin Esseyja eftir Þorgerði en þar er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem fjalla um ólíkar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar.
Um upphafið á samvinnu þeirrar Þorgerðar segir Gunndís: „Þorgerður fékk rannsóknarleyfi til Surtseyjar sumarið 2021 og í kjölfarið tók ég viðtal við hana um þá reynslu. Þar komu fram áhugaverðir og óvæntir hlutir og þá
...