35 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins

Það hefði getað farið á annan veg. 9. nóvember árið 1989 sat Günter Schabowski, upplýsingafulltrúi austurþýskra stjórnvalda, á blaðamannafundi í tilefni af miðstjórnarfundi austurþýska kommúnistaflokksins. Hann var að kynna ýmsar ráðstafanir á ólgutímum, þar á meðal ákvörðun um að rýmka ferðaheimildir Austur-Þjóðverja. Þegar Schabowski hafði lesið upp textann var hann spurður hvenær hinar nýju reglur tækju gildi og blaðaði hann í bunkanum sínum. Blaðið með þeim upplýsingum hafði farið á flakk í bunkanum svo hann leit upp og sagði: „Þetta tekur eftir því sem ég best veit gildi … það er strax … án tafar.“

Orð upplýsingafulltrúans breiddust hratt út. Berlínarbúar heyrðu fréttina í útvarpi að vestan. Við landamærastöðina í Bornholmer-götu safnaðist saman mikill mannfjöldi. Yfirmaðurinn þar náði ekki sambandi við sína yfirboðara og varð sjálfur að taka ákvörðun. Átti hann

...