Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir er að stofna nýjan kreditsjóð (e. private credit fund) sem mun fjárfesta í fyrirtækjalánum.
Stefnir er um þessar mundir að safna áskriftarloforðum í sjóðinn en fyrirtækið hefur að undanförnu lagt áherslu á að þróa nýjar afurðir og er sjóðurinn hluti af því. Fyrirtækið hefur undanfarin tíu ár fjárfest í fyrirtækjalánum í samstarfi við bankastofnanir. Elsti lánasjóður í rekstri Stefnis fór yfir 20 milljarða í síðasta mánuði.
Fríða Einarsdóttir sjóðstjóri hjá Stefni segir í samtali við Morgunblaðið að hingað til hafi sjóðir Stefnir fjárfest í allskyns lánaafurðum en þó verið með ákveðna áherslu á fjárfestingu í fasteignatryggðum lánum. Nýr lánasjóður mun leggja meiri áhersla á annars konar lán sem beri
...