Á Bókamessunni í Gautaborg fyrr í haust kynnti sendiráð Íslands í Stokkhólmi ásamt þýðandanum John Swedenmark nýja vefsíðu sem kallast Läs Isländska böcker eða lesið íslenskar bækur. Á vefnum má finna upplýsingar um allar þær íslensku bækur sem hafa …
Á Bókamessunni í Gautaborg fyrr í haust kynnti sendiráð Íslands í Stokkhólmi ásamt þýðandanum John Swedenmark nýja vefsíðu sem kallast Läs Isländska böcker eða lesið íslenskar bækur. Á vefnum má finna upplýsingar um allar þær íslensku bækur sem hafa verið þýddar á sænsku frá upphafi til dagsins í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð íslenskra bókmennta er hægt að leita eftir höfundi, þýðanda og bókmenntagrein. Einnig birtast þar umfjallanir og annað áhugavert efni sem tengist íslenskum bókmenntum ásamt upplýsingum um bókmenntaviðburði sem fara fram í Svíþjóð. Vefslóðin er lasislandskabocker.se.