Inga Aðalheiður Guðbrandsdóttir fæddist 20. júlí 1929. Hún lést 17. september 2024.

Inga var jarðsungin 4. október 2024.

Í dag kveð ég mömmu með þakklæti í huga eftir langa vegferð. Hún lifði tímana tvenna og tileinkaði sér nýjungar eftir bestu getu. Ein fyrsta minningin er þegar hún var að æfa sig að keyra bíl fyrir bílpróf, líklega 1956, þá tók hún okkur systur með, sem var að sjálfsögðu mjög spennandi. Leiðin lá þá frá Hjarðarholti og niður á Hrappstaðahól, þar var snúið við og heim. Ekki mikill æfingaakstur það miðað við nútímann, hvað þá að vera með börn með. Árið 2015 eftir tjónlausan ökuferil öll þessi ár tilkynnti hún að hún ætlaði ekki að endurnýja ökuskírteinið sitt.

Hún eignaðist prjónavél mjög snemma og prjónaði fyrir fjölda fólks eftir pöntunum fyrir utan allt sem hún gerði

...