Anna Margrét Marinósdóttir segir brauðtertur nú vinsælar á ný.
Anna Margrét Marinósdóttir segir brauðtertur nú vinsælar á ný. — Morgunblaðið/Eyþór

Brauðtertur með rækjum, túnfiski, skinku eða hangikjöti hafa verið á borðum landsmanna í áratugi í veislum af öllu tagi. Einhvers staðar á leiðinni lét brauðtertan minna fyrir sér fara og vék á stundum fyrir nýstárlegum réttum frá fjarlægum heimshornum. En nú er brauðtertan mætt á ný í öllu sínu veldi, kitlar bragðlaukana og vekur um leið upp nostalgíu hjá veislugestum.

Anna Margrét Marinósdóttir hjá Sögum útgáfu ákvað að nú væri mál að gefa út veglega bók tileinkaða brauðtertum; bók sem einfaldlega fékk nafnið Stóra brauðtertubókin. Undirtitillinn er skemmtilegur: Majó majó majó og örlítið meira majó.

Brauðtertan er þjóðleg

„Blómatími brauðtertunnar er runninn upp að nýju og þykir eins konar þjóðarsport að snara í góða brauðtertu og bjóða gestum heim,“ segir Anna Margrét og nefnir

...