Tvær einkasýningar verða opnaðar í dag, 9. nóvember, kl. 14 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Eru það sýningar Péturs Thomsen, Landnám, og Arngunnar Ýrar, Kahalii
Kahalii Verk eftir Arngunni Ýri af sýningu hennar í Hafnarborg.
Kahalii Verk eftir Arngunni Ýri af sýningu hennar í Hafnarborg.

Tvær einkasýningar verða opnaðar í dag, 9. nóvember, kl. 14 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Eru það sýningar Péturs Thomsen, Landnám, og Arngunnar Ýrar, Kahalii. „Bjóða báðar sýningar upp á spennandi sýn á náttúruna og samband manns við umhverfi sitt, þar sem listamennirnir nálgast viðfangsefnið hvor með sínum hætti,“ segir í tilkynningu. Pétur sýnir ljósmyndaröð sem hann hefur unnið að undanfarin ár og hefur ekki verið sýnd í heild áður. Í henni er sjónum beint að landsvæðum sem hefur verið raskað og breytt með einhverjum hætti. Ljósmyndirnar eru teknar að næturlagi en ljósmyndarinn lýsir landið upp með flassi, sem veldur því að myndirnar fá á sig vissan eftir-heimsendablæ, eins og segir í tilkynningu. Á sýningu Arngunnar má sjá ný og nýleg málverk þar sem hún beinir sjónum að eigin landnámi á eyjunni Havaí auk þess að leiða hugann að samspili umhverfis, sögu og landnýtingar, eins og segir í tilkynningu.