Hann fengi umfjöllun um skáldskap sinn í fjölmiðlum og frásagnir um kvennamál sem gengju illa. Auðvitað væri fyrir löngu búið að mítúa hann.
Óttar við leiði Sigurðar Breiðfjörð í Hólavallakirkjugarði en þangað kom hann oft sem ungur maður.
Óttar við leiði Sigurðar Breiðfjörð í Hólavallakirkjugarði en þangað kom hann oft sem ungur maður. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kallaður var hann kvennamaður er bók eftir Óttar Guðmundsson geðlækni sem fjallar um skáldið Sigurð Breiðfjörð og samtíð hans. Lífshlaup Sigurðar er rakið og fjallað um dapurleg örlög hans. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson kemur vitanlega við sögu en hann varð örlagavaldur í lífi Sigurðar þegar hann gagnrýndi harðlega Rímur af Tristani og Indíönu í frægum ritdómi.

„Sigurður Breiðfjörð hefur heillað mig frá unglingsárum mínum. Hann var þekktasta og vinsælasta skáld þjóðarinnar á nítjándu öld, talandi skáld, en líka alkóhólisti og ógæfumaður. Þegar ég var ungur maður í menntaskóla sat ég oft á leiði hans í Hólavallakirkjugarði og drakk og hugsaði til dapurlegra örlaga skáldsins,“ segir Óttar. „Mér þykir mjög vænt um Sigurð. Í þessari bók reyni ég að skilja hann og kanna hver er maðurinn á bak við þessa fljúgandi hagmælsku og deilurnar við Jónas

...