Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Vegarnafn sá varla ber, á veiðarfæri neðstur er, margur kjóllinn hefur hann, og heiti yfir latan mann
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi:
Vegarnafn sá varla ber,
á veiðarfæri neðstur er,
margur kjóllinn hefur hann,
og heiti yfir latan mann.
Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar. Helgi Einarsson er fljótur að átta sig:
Vegarslóði' oft vesæll er.
Veiðarfæri slóða ber.
Slóðinn seint á fætur fer.
Finnst og slóði' á kjólum hér.
Guðrún Bjarnadóttir:
...