Ríkisdagurinn Í þýska þinghúsinu starfar þrílit stjórn.
Ríkisdagurinn Í þýska þinghúsinu starfar þrílit stjórn.

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með tveimur þriggja flokka stjórnum síðustu þrjú árin; þrílitu stjórninni í Þýskalandi og seinni stjórn Katrínar frá '21.

Nærri upp á dag jafngamlar, myndaðar eftir góð kosningaúrslit úr eins pólaríseruðum flokkum og hugsast gat.

Báðar stjórnirnar einsettu sér að leysa sín mál innan veggja, því nægir voru núningsfletirnir, en fljótlega heyrðust brestir innan úr herbúðunum og vinsældir minnkuðu.

Báðar enduðu sem óvinsælustu stjórnir sinna tíma og báðar sprungnar og bíða dóms kjósenda.

Þjóðverjar lentu í hamförum eins og fleiri, endurkomu kóvid, Úkraínustríðið setti allt á hliðina með orkukrísu og minnkandi samkeppnishæfni.

Ekki bætti úr

...