„Neyðarstigi verður lýst yfir í Grindavík og bærinn verður rýmdur.“ Á þessum orðum hefst frétt sem birt var á mbl.is klukkan 23.01, fyrir einu ári, föstudaginn 10. nóvember. Á undan höfðu gengið hamfarir sem eiga engan sinn líka í nútímasögu Íslands

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

„Neyðarstigi verður lýst yfir í Grindavík og bærinn verður rýmdur.“ Á þessum orðum hefst frétt sem birt var á mbl.is klukkan 23.01, fyrir einu ári, föstudaginn 10. nóvember.

Á undan höfðu gengið hamfarir sem eiga engan sinn líka í nútímasögu Íslands. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp aðdragandann og atburðarásina þennan dag.

Landris hefst nærri Svartsengi miðvikudaginn 27. október í kjölfar mjög ákafrar jarðskjálftahrinu. Hundruð skjálfta verða á degi hverjum nærri Grindavík næstu daga.

Mánudaginn 6. nóvember greinir Morgunblaðið frá því að líkur á öflugra gosi við Svartsengi aukist, eftir því sem þrýstingur haldi áfram að byggjast upp í geymsluhólfi kvikunnar á

...