Hreindýraleiðsögumaðurinn og fréttaritari Morgunblaðsins á Austurlandi, Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, er gestur Dagmála þennan mánudaginn. Hann er orðinn 67 ára og telur sig eiga eftir hátt í tvo áratugi í leiðsögninni. Siggi, líkt og hann er gjarnan kallaður, er eilífðar-sjálfstæðismaður og hefur aldrei kosið annað. Því mun hann halda áfram þar til hann drepst.
„Ég laga ekki mistök síðustu ríkisstjórnar með því að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Siggi sem gjarnan klæðist veiðigallanum hverdsagslega og fer aldrei út úr húsi öðruvísi en að vera með hníf í beltisstað, og gildir einu þó að hann heimsæki höfuðborgina. Hnífinn skilur hann ekki við sig og mætti að sjálfsögðu með hann í stúdíó Dagmála.