Svartur á leik
Svartur á leik

1. c4 c5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. e4 d6 6. Rge2 e6 7. 0-0 Rge7 8. d3 0-0 9. Be3 Rd4 10. Dd2 He8 11. Hab1 a6 12. f4 Hb8 13. b4 b6 14. Bf2 Rec6 15. Rxd4 Rxd4 16. Re2 Bb7 17. Rxd4 cxd4 18. Hfe1 e5 19. g4 b5 20. Hec1 Hc8 21. cxb5 axb5 22. h4 Dd7 23. f5 d5 24. De2 Bh6 25. Hxc8 Hxc8 26. g5 Bf8 27. fxg6 hxg6 28. exd5 Bg7 29. De4 Hc2 30. Bg3 Hxa2 31. Bxe5

Staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Magnús Örn Úlfarsson (2.354) hafði svart gegn Baldri H. Möller (1.998). 31. … Hxg2+! og hvítur gafst upp enda staðan gjörtöpuð, t.d. eftir 32. Dxg2 Bxe5. Það er nóg um að vera í íslensku skáklífi, sem dæmi heldur Skákdeild KR sitt hefðbundna mánudagskvöld sem og Taflfélag Garðabæjar. EM í opnum flokki stendur yfir í Petrovac í Svartfjallalandi.