Katrín Sigurgeirsdóttir fæddist 26. desember 1944 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún lést á heimili sínu 4. nóvember 2024 eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.
Katrín ólst upp á Akureyri, fyrstu árin í Brekkugötu 23 en á sjöunda ári flutti hún í Austurbyggð 8 með foreldrum sínum, tveimur systrum, bróður og frænku. Á unglingsárum var Katrín um skeið kaupakona hjá frændfólki sínu í Hjarðarhaga í Eyjafirði og æfði þar jafnframt og keppti í handbolta á árunum 1956-1958 með öðrum ungmennum í Öngulsstaðahreppi. Síðar vann Katrín skrifstofustörf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og fiskvinnslu- og skrifstofustörf hjá fjölskyldufyrirtækinu Magnúsi Gamalíelssyni hf. í Ólafsfirði.
Árið 1964 giftist Katrín Sigurgeiri Magnússyni frá Ólafsfirði. Hjónin bjuggu að Hlíðarvegi 65 í Ólafsfirði allt til ársins 2003 er þau fluttu í Skálateig 5 á Akureyri. Saman lögðu
...