Fyrirspurnin var því miður ekki úr lausu lofti gripin.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Stöð 2 á dögunum, spurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.

Fagna ber vitanlega þeim orðum Bjarna að hann væri ekki reiðubúinn að taka þátt í ríkisstjórn sem myndi berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem reyndar eru einfaldlega í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar var fyrirspurnin því miður ekki úr lausu lofti gripin. Þannig myndaði Bjarni sem kunnugt

...