Vetrarþjónusta vega á Vestfjörðum er sú allra slakasta á landinu og engin fordæmi fyrir styttri þjónustutíma vega í neinum öðrum landshluta. Þetta fullyrðir Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð í aðsendri grein hér í blaðinu í dag.
Segir hún ekki vera við Vegagerðina að sakast hvað þetta varðar heldur séu ákvarðanir um þjónustuna teknar annars staðar og fjármunir séu naumt skammtaðir. » 18