Íslenska karlalandsliðið í handbolta hafði betur gegn því georgíska, 30:25, í annarri umferð í undankeppni Evrópumótsins í Tíblisi í gær. Ísland er með tvo sigra og fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina
Sigrar Íslenska liðið byrjar undankeppni EM með sigrum á Bosníu á heimavelli og Gerogíu á útivelli. Næstu keppnisleikir verða á lokamóti HM.
Sigrar Íslenska liðið byrjar undankeppni EM með sigrum á Bosníu á heimavelli og Gerogíu á útivelli. Næstu keppnisleikir verða á lokamóti HM. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Undankeppni EM

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hafði betur gegn því georgíska, 30:25, í annarri umferð í undankeppni Evrópumótsins í Tíblisi í gær. Ísland er með tvo sigra og fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina.

Það var þolinmæðisverk fyrir íslenska liðið að hrista heimamenn af sér. Aðeins einu marki munaði í hálfleik í stöðunni 14:13. Í tvígang náði íslenska liðið þriggja marka forskoti í hálfleiknum, en nokkrum augnablikum síðar var staðan orðin jöfn.

Lagað í seinni hálfleik

Liðsmenn Íslands töpuðu allt of mörgum boltum í sókninni og fengu á sig mörk úr hraðaupphlaupum hinum megin.

Það var lagað í

...