Lísa Z. Valdimarsdóttir
Bókasafn Kópavogs sló aðsóknarmet í október þegar samtals komu yfir 20.000 gestir í útibú þess, aðalsafn og Lindasafn þann mánuð. Aldrei hafa fleiri gestir sótt safnið í einum mánuði frá opnun árið 1953. Allt bendir líka til þess að met verði slegið í gestafjölda yfir allt árið. Gestatölur á öllum almenningsbókasöfnum landsins sýna að samfélagið í heild þarf almenningsbókasöfn. Þau skila margföldum ágóða til samfélagsins alls, sem ekki mælist í krónutölum, heldur m.a. í auðugu mannlífi, bættri lýðheilsu og upplýstu samfélagi.
Almenningsbókasafnið er samfélagsþjónusta og oft eina rými sveitarfélaga sem fólk getur komið inn á án þess að þurfa að finna sig knúið til að taka upp veskið. Rými þar sem við getum boðið íbúum sveitarfélaga „sitt“ rými til notkunar án endurgjalds er
...