Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann afar sætan sigur á því rúmenska, 77:73, í undankeppni Evrópumótsins í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fjögurra stiga lokasókn Staðan var 73:73 þegar Ísland lagði af stað í sína lokasókn og í …
Undankeppni EM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann afar sætan sigur á því rúmenska, 77:73, í undankeppni Evrópumótsins í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Fjögurra stiga lokasókn
Staðan var 73:73 þegar Ísland lagði af stað í sína lokasókn og í henni skoraði Danielle Rodriguez glæsilega þriggja stiga körfu. Brotið var á Danielle í skotinu og fékk hún því vítaskot að auki sem hún nýtti og tryggði íslenska liðinu dramatískan sigur.
Rúmenía fékk átta sekúndur til að jafna hinum megin en íslenska vörnin stóð vel og var fagnað vel í leikslok.
Þrátt fyrir sigurinn er Ísland enn í botnsæti riðilsins með
...