Rev er bresk gamanþáttasería sem sýnd var á BBC á árunum 2010-2014. Þar lék Tom Hollander prest sem er nokkur klaufi og lendir fyrir vikið í stöðugum vandræðum í starfi og einkalífi. Olivia Colman lék hina líflegu eiginkonu hans
Hollander Hann lék klaufalegan prest.
Hollander Hann lék klaufalegan prest.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Rev er bresk gamanþáttasería sem sýnd var á BBC á árunum 2010-2014. Þar lék Tom Hollander prest sem er nokkur klaufi og lendir fyrir vikið í stöðugum vandræðum í starfi og einkalífi. Olivia Colman lék hina líflegu eiginkonu hans. Í aukahlutverkum bregður fyrir öðrum þekktum leikurum eins og Hugh Bonneville og hinum geðuga Richard E. Grant, sem var algjörlega frábær í hlutverki fjárfestis sem er fíkill.

Þættirnir, sem stundum má sjá í endursýningum á breskum sjónvarpsstöðvum, eru dásamleg skemmtun, fullir af litríkum karakterum og vandræðalegum uppákomum. Hinn góði prestur er breyskur og gerðist í einum þætti sekur um þjófnað og auðvitað kallaði það á heilmikið samviskubit í huga hans.

Tom Hollander er einn þeirra leikara sem geta leikið hvað sem er, er jafnvígur í dramaleik og gamanleik. Hið sama má segja um Oliviu Colman, sem gerir allt vel sem hún tekur

...