Liverpool náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina. Liverpool vann heimasigur á Aston Villa, 2:0, á Anfield á laugardag. Darwin Núnez og Mo Salah sáu um að gera mörkin.
Í sautján leikjum undir Arne Slot er Liverpool með fimmtán sigra, eitt jafntefli og eitt tap og óhætt að segja að Hollendingurinn byrji ansi vel í Bítlaborginni.
Manchester City tapaði sínum fjórða leik í röð í öllum keppnum er liðið heimsótti Brighton. Erling Haaland kom City yfir á 23. mínútu og voru meistararnir með forystuna þar til á 78. mínútu er Brasilíumaðurinn João Pedro jafnaði. Daninn með írska nafnið Matt O'Riley skoraði svo sigurmark Brighton á 83. mínútu. City er í öðru sæti með 23 stig.
Chelsea og Arsenal koma
...