Guðvarður Már Gunnlaugsson
Guðvarður Már Gunnlaugsson

Um það bil tuttugu handrit verða flutt í dag frá Árnagarði yfir í Eddu – Hús íslenskunnar, þar sem þau verða til sýnis næstu mánuði, en sýningin verður opnuð á degi íslenskrar tungu á laugardag. Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor og sviðsstjóri menningarsviðs hjá Árnastofnun, segir að til standi að flytja öll handritin yfir í Eddu með tíð og tíma. Handritahvelfingin í Eddu er þó ekki alveg tilbúin þannig að byrjað verður á að flytja verkin sem verða hluti af sýningunni.

Guðvarður segir sýninguna taka fyrir heimssýn miðaldamanna, hvernig samfélagið var hvað varðar lög og refsingar, stjórnarfar og dægrastyttingu og að lokum ragnarök. Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók eru á meðal þeirra handrita sem verða til sýnis á næstu mánuðum.

„Ég held að allir verði að líta á þetta. Okkur finnst við hafa sett upp mjög

...