Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslendingar eru byrjaðir að greiða atkvæði í alþingiskosningunum árið 2024. Kjördagur er 30. nóvember en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 7. nóvember.
Í dag og næstu daga verður í nógu að snúast hjá starfsfólki sýslumannsembættanna þegar komið verður fyrir kjörstöðum þar sem kjósendur eiga erfitt um vik að yfirgefa dvalarstað til að fara og kjósa. Í dag verður til að mynda hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í fangelsinu á Hólmsheiði, á Skjóli og Landakoti. Dagana á eftir og fram til 29. nóvember verður farið á samtals tuttugu og sjö staði á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur á vefnum vegna alþingiskosninganna að einnig verði atkvæðagreiðsla á kjördag á eftirfarandi stöðum fyrir þá sem ekki gátu greitt atkvæði á
...