Björn Björnsson
Í grein í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn segir Bjørn Lomborg frá athyglisverðum árangri við kennslu barna í fátæku landi í Afríku: „Krakkar í Malaví nota nú eina klukkustund á dag sérsniðið forrit í spjaldtölvu sem greinir fyrst getu hvers barns og kennir því síðan lestur, skrift og reikning á sínu raunverulega lærdómsstigi. Kennarar lýsa því hversu undrandi þeir voru þegar þeir byrjuðu að nota hugbúnaðinn og komust að því að öll börnin voru að fylgjast með.“
Árangri hrakar
Eins og fram hefur komið í þjóðmálaumræðu hefur námsárangri íslenskra barna hrakað ár frá ári um nokkurt skeið þrátt fyrir að stjórnvöld verji miklum fjármunum í námið. Það reynist erfitt að kenna stórum hópi nemenda í bekk vegna þess hve mislangt börnin eru komin í námi. Erfiðlega hefur gengið að koma
...