Ljósin voru trendruð á listaverki í Grindavík í gærkvöldi sem ber heitið Ljós vonar. Verkið sýnir geithafurinn sem finna má í merki sveitarfélagsins og var verkinu fundinn staður neðan við Kvikuna, menningarhús Grindvíkinga. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að hugmyndin að baki „Ljósi vonar“ sé „að endurspegla þá bjartsýni og seiglu sem Grindvíkingar hafa ávallt sýnt, jafnvel á erfiðum tímum,“ en sérstök samverustund var haldin í Grindavíkurkirkju fyrr um kvöldið í tilefni af því að ár var liðið frá hamförunum í bænum. » 2