Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín segir Viðreisn vilja að fólk fái að kjósa um ESB. Minnist hún þess að einhvern tímann hafi verið talað um að taka afstöðu til málsins væri pólitískur ómöguleiki en segir hinn raunverulega pólitíska ómöguleika vera að fólk fái ekki að segja sinn hug til þess.

Hann Katrín segir að hugsa þurfi um nýjar lausnir í heilbrigðiskerfinu og að nýta þurfi tæknina. „Hvernig við notum fjarheilbrigðisþjónustu og hvernig við stýrum, með alls konar tækjum og tólum, því sem fellur utan okkar dýrustu og þyngstu sjúkrahúsþjónustu.“ Hún segir fólk miklu meðvitaðra um heilsu sína og tæknina í dag og að það vilji gjarnan fá að fylgjast með. „Kerfin okkar í heilbrigðisþjónustunni eru ekki nógu góð. Við erum með urmul af kerfum sem tala illa saman og það er alltaf verið að smíða eitthvað ofan á. Ef vel ætti að vera ætti að taka niður grunninn og smíða nýjan sem yrði dreift út um allt land.“