Kosningarnar snúast um breytingar að mati Gunnars Smára, sem segir Alþingi ekki hafa náð að svara kalli almennings um þær. „Hins vegar renna í gegnum Alþingi alls konar kröfur frá hagsmunasamtökum auðvaldsins. Við þurfum að breyta þessu og ná almenningi inn á Alþingi.“
Segir hann tímabært að inni á þingi sé stjórnmálaafl sem flytji erindi út frá almannahagsmunum. Þannig yrði tekið á húsnæðisvandanum, skólakerfið endurreist og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Endurbyggja þurfi innviði og grunnkerfi í samfélaginu. Sósíalistar leggi upp með að breyta Alþingi.
„Við teljum okkur hafa breytt ýmsu hér í samfélaginu; verkalýðsbaráttu, fjölmiðlum, hagsmunabaráttu leigjenda og náð að sýna að við getum breytt hlutum,“ segir Gunnar og hnykkir á því að flokkurinn vilji breyta þeim. „Ef þjóðin vill breytingar, verður hún að
...