Sé raunverulegur vilji til áframhaldandi vaxtar atvinnulífs og samfélags á Vestfjörðum verður að tryggja samgöngur.
Gerður Björk Sveinsdóttir
Gerður Björk Sveinsdóttir

Gerður Björk Sveinsdóttir

Yfirskrift þessarar greinar er bein tilvísun í ummæli ónefnds fulltrúa samgöngunefndar Alþingis á fundi með kjörnum fulltrúum á sunnanverðum Vestfjörðum fyrir nokkrum árum. Svarið við þeirri spurningu var þá og er enn nei, við getum ekki talað um neitt annað þar sem samgöngur eru upphaf og endir allra mála sem eru til umræðu á sunnanverðum Vestfjörðum. Leyfi ég mér að fullyrða að þeir sem ekki hafa kynnt sér sérstaklega samgöngur á Vestfjörðum eða hafa ekið um vegakerfi Vestfjarða eigi erfitt með að átta sig á því hver staðan raunverulega er.

Miklir fjármunir hafa sannarlega verið lagðir í samgöngubætur á Vestfjörðum síðustu ár en betur má ef duga skal og þrátt fyrir samgöngubætur er fjórðungurinn enn mikill eftirbátur annarra landshluta, bæði þegar kemur að samgöngubótum og þjónustu á

...