Glæpasaga Hulda ★★★★½ Eftir Ragnar Jónasson Veröld 2024. Innb. 247 bls.
Ragnar Ný glæpasaga um Huldu.
Ragnar Ný glæpasaga um Huldu. — Morgunblaðið/Hákon

Bækur

Steinþór Guðbjartsson

Á aðfangadagskvöld 1960 er tæplega eins árs gömlum dreng og tuskubangsa hans rænt úr nýbyggðu húsi í Bústaðahverfinu í Reykjavík og hefur ekkert til þeirra spurst þar til 20 árum síðar að bangsinn finnst í veiðihúsi í Blöndudal. Huldu Hermannsdóttur, nær 33 ára metnaðarfullri rannsóknarlögreglukonu, er falið að rannsaka málið og um það snýst Hulda, nýjasta glæpasaga Ragnars Jónassonar.

Strax í byrjun sögunnar kviknar rautt ljós og þeim á eftir að fjölga eftir því sem á líður frásögnina. Atli og Emma, ungir og blankir foreldrar brottnumda barnsins, höfðu fengið bestu lóðina í hverfinu áður en drengurinn fæddist. Faðir hennar var vel tengdur og gat kippt í spotta í borgarstjórn. Ekki sama Jón og séra Jón.

Hulda

...