„Ég lít svo á að það sé hlutverk okkar þingmanna Reykvíkinga að hugsa um Reykvíkinga,“ segir Guðlaugur Þór sem segir að eðlilega brenni mjög margt á fólki. Honum finnst skipta máli að vera í nánum tengslum við sína umbjóðendur. „Ef þingmaðurinn í þínu kjördæmi er ekki að hugsa um það sem að þér snýr, hver á þá að gera það?“ spyr hann.

Guðlaugur segir hlutverk stjórnmálamanna meðal annars vera að horfa fram á veginn. Segist hann gjarnan reyna að hugsa hvernig hann vilji sjálfur að kjörnir fulltrúar séu. Segir hann fólk vera búið að fá nóg af miklu reglugerðafargani, háum sköttum og því að hið opinbera sé úti um allt og alls staðar. Guðlaugur segir samgöngumálin stóru málin í kjördæminu. Þá hefur hann áhyggjur af heilbrigðismálum og menntamálum og segir umhverfis- og orkumálin gríðarlega mikilvæg. „Sem betur fer höfum við náð árangri þar en ef við hikstum eitthvað lendum við í

...