Botnlið Gróttu gerði afar góða ferð til Vestmannaeyja og sigraði ÍBV, 31:19, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á laugardaginn. Leikurinn var sá fyrsti hjá Gróttu undir stjórn Júlíusar Þóris Stefánssonar.
Þrátt fyrir sigurinn er Grótta enn í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, nú jafnmörg og ÍR og Stjarnan. ÍBV er í sjöunda sæti með sex stig.
Grótta var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16:13. ÍBV skoraði aðeins sex mörk í seinni hálfleik gegn 15 hjá Gróttu og varð óvæntur stórsigur nýliðanna raunin.
Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu og Karlotta Óskarsdóttir sex. Anna Karólína Ingadóttir stóð vaktina vel í markinu og varði 14 skot og var með 45 prósenta markvörslu.
...