Evrópuleikur Hildigunnur Einarsdóttir sækir að marki Kristianstad. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, samherji hennar í landsliðinu, fylgist með.
Evrópuleikur Hildigunnur Einarsdóttir sækir að marki Kristianstad. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, samherji hennar í landsliðinu, fylgist með. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Valur vann sterkan heimasigur á Kristianstad frá Svíþjóð, 27:24, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á laugardag.

Valsliðið fer því með þriggja marka forskot inn í seinni leikinn ytra næstkomandi laugardag.

Valur var með 12:11-forskot í hálfleik og vann seinni hálfleikinn með tveimur mörkum.

Leikurinn var jafn nánast allan tímann en góður lokakafli Valsliðsins skilaði sterkum sigri, fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á Hlíðarenda.

Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val og Lovísa Thompson gerði fimm. Næstar voru Thea Imani Sturludóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir með fjögur mörk hvor.

Jóhanna

...