Þrjú Íslandsmet féllu á þriðja og síðasta degi Íslandsmótsins í 25 metra laug í sundi í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær.
Blönduð sveit SH sló Íslandsmet í 4x50 metra skriðsundi er hún synti á 1:35,27 mínútu. Sveitina skipuðu þau Símon Elías Statkevicius, Birnir Freyr Hálfdánarson, Vala Dís Cicero og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.
Þá slógu karla- og kvennasveitir SH Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi. Tvö Íslandsmet voru slegin á laugardag og fimm á föstudag og urðu Íslandsmetin á mótinu því tíu talsins.
Sveitir SH sáu einnig um að slá metin á laugardag. Blönduð sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á 1:45,60 mínútu.
SH setti annað Íslandsmet í boðsundi en það var sveitin í 4x100 metra skriðsundi karla
...