Baldur segir Lýðræðisflokkinn borgaralega sinnaðan hægri flokk og það sem skilji hann frá öðrum framboðum sé sú uppstokkun sem flokkurinn ætlar að viðhafa á íslenskum peningamarkaði fái hann til þess kosningu.
Flokkurinn vilji snúa ofan af hávaxtastefnu sem ríkt hafi í gegnum tíðina. Annars vegar standi til að breyta lögum um Seðlabankann, sem geri honum óheimilt að ákveða hærri stýrivexti en 4%. „Það eru þau siðferðismörk, virðist vera, sem nágrannaþjóðir okkar styðjast við þegar verðbólguskot standa yfir,“ segir hann og útskýrir að þar hafi stýrivextir ekki farið yfir 4% á undanförnum árum þrátt fyrir að verðbólga hafi verið um 12%. Hins vegar vilji flokkurinn taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs. „Að hafa húsnæði inn í þeim lið þekkist bara á Íslandi og hvergi annars staðar í nágrannalöndunum og reyndar hvergi annars staðar í heiminum.“