Ólöf Ingólfsdóttir sýnir dansverkið Eitthvað um skýin á Reykjavík Dance Festival þann 17. nóvember klukkan 20 í Tjarnarbíói. Verkið var heimsfrumflutt á Festival Quartier Danses í Montreal 11. september.
Í verkinu fléttar Ólöf saman tvö listform, þar sem sviðshreyfingar blandast við barokksöng, að því er fram kemur í tilkynningu.
„Tilfinningar eru svolítið eins og skýin, sem koma og fara. Í nýjustu sóló-sýningu sinni í fullri lengd veltir danshöfundurinn, söngvarinn og dansarinn Ólöf Ingólfsdóttir þeim fyrir sér frá ýmsum hliðum í samspili söngs og hreyfingar,“ segir um sýninguna.
„Mismunandi tímabil sögunnar mætast í samtali barokk aría og samtímadans, þar sem tilfinningarnar flæða tímalausar í fjölbreytni sinni; stundum glaðlegar, stundum mildar, stundum örar, stundum upphafnar. Smám saman afhjúpar Eitthvað um skýin leit að friðsælum kjarna, mitt í flækjum tilverunnar, fjarri
...