Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tungumálið sem sameinar alla nemendur er íslenska. Við erum grunnskóli í íslensku samfélagi,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla í Reykjavík. „Hluti nemenda okkar á foreldra sem tala íslensku, önnur eru fædd hér þó töluð séu önnur tungumál en íslenska á heimili. Svo eru auðvitað líka nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku samfélagi. Þá megum við ekki gleyma því að börn og unglingar eru ekkert sérstaklega upptekin af hlutum sem skipa okkur
...