Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Saga morða á Illugastöðum og um síðustu aftökuna á Íslandi hefur alltaf verið nærri mér,“ segir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum í Þingi. Út er komin hjá Veröld bókin Öxin, Agnes og Friðrik – síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál. Þar segir frá morðunum á Illugastöðum á Vatnsnesi aðfaranótt 14. mars 1828 hvar þeir Natan Ketilsson bóndi þar og Pétur Jónsson frá Geitaskarði voru myrtir og eldur borinn að bæ og líkum.

Afbrýði, öfund og ættarsögur

Ást, afbrýði, ágirnd, öfund, kynferðisofbeldi, kúgun, ættarsögur, örlög og morð. Þetta eru áberandi þræðir í bók Magnúsar. Margir fléttast inn í Illugastaðamálin – og afgerandi atriði í framvindu þess er þegar kynni tókust með þeim

...